Til fundar við skýlausan trúnað II | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til fundar við skýlausan trúnað II

Fyrsta ljóðlína:Á flugi mínu
bls.169
Viðm.ártal:≈ 0
Á flugi mínu
er brjóstið fullt af skáldskap
mér gefur víða sýn:
Í henni vildi ég eins og áður veita ykkur hlutdeild.

Í henni opnaðist ykkur dagur
í henni varð ykkur værðar auðið
í henni leituðuð þið fegurðar
í fullvissu hennar brutust þið bældir og snauðir úr álögum
í hennar ljósi börðust þið og unnuð fræga sigra.

Galtará
voraldar veröld
eða blóm fyrir vestan

Nei hún telst að vísu ekki ætíð til þæginda
og æ sér gjöf til gjalda
aðild að lífsins kórónu
verður síst ofborguð með hégóma