Seyðisfjörður | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Seyðisfjörður

Fyrsta ljóðlína:Seyðisfjörður, Seyðisfjörður
Höfundur:Karl Finnbogason
Heimild:Að kvöldi.
bls.19
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Seyðisfjörður, Seyðisfjörður!
Sólin blessuð vermi þig.
Fjarða best af Guði gjörður
gnæfa fjöllin yfir þig
þessi horski heiðursvörður
sem himnadrottinn setti um þig.
2.
Þú ert blíður börnum þínum
betri veður hvergi fást
fegurð þín - í lit og línum -
laðar hrifni fram og ást.
Fallvötnum í fjöllum þínum
fagurniður aldrei brást.
3.
Þú minn góði, fagri fjörður
faðmi hlýjum vafðir mig.
Freyja, Óðinn, Freyr og Njörður
föngum sínum auðgi þig.
Seyðisfjörður, Seyðisfjörður!
Sólin blessuð vermi þig.