Heim yfir höfin blá | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Heim yfir höfin blá

Fyrsta ljóðlína:Heim yfir höfin blá
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Heim yfir höfin blá
hugsa ég hverja stund
sólgliti sveipast frá
Sauðadals fjöll og grund.
Fljótin mín fagra sveit
fannhvítum jökli prýdd
ung ég þig augum leit
allt var þá bjart og frítt.
2.
Er ég um óttuskeið
augum þig fyrstum leit
þá var mér ljóst um leið
lífið með fyrirheit.
Hvergi um byggð og ból
blómlegra er að sjá.
Fljótin í sumarsól
seiða minn hug og brá.
3.
Á Stíflufjöll stari´ eg hljóð
stirnir á hvítan snæ
í aftansins geislaglóð
greini ég hvern einn bæ
og fyrir augu set
þann unað er sólin hlý
gefur því ljós og lit
sem lífsandi bærist í.