Fátt til friðar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Fátt til friðar

Fyrsta ljóðlína:Fátt í heimi heilt er
bls.07/2021
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:2021
1.
Fátt í heimi heilt er
um hitt og þetta deilt er
hvergi frið að fá.
Menn um málin rífast
margir einskis svífast
skapa voða og vá.
2.
Fátt með réttu er rakið
raunaferli vakið
eins og helst er hægt.
Ljótt er margt sem leyfist
lygin víða dreifist
flest með vilja flækt!
3.
Þroskast fátt með þrifum
þannig enn við lifum
aukum oft á bull.
Teljum frjálst að fíflast
fer því brátt að stíflast
veröld veirufull!