Langafar mínir | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Langafar mínir

Fyrsta ljóðlína:Ljúft er mér að líta
bls.115
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Ljúft er mér að líta
langan veg til baka
finna menn að máli
myrkar leiðir kanna.
Síst eru varðir vegir
vil þó nokkru hætta
ef að ofurlítið
upp úr krafsi fengist.



6.
Lipur ljóðasmiður
Löngumýrar-Sölvi
mælti oft af munni
mergjaða rímnastuðla.
Átti innst í hjarta
eflda trúarvissu
sýndi engum auðmýkt
utan guði sínum.

7.
Oft var hart í ári
ótal sagnir herma.
Sumir létu úr landi
litu það aldrei framar.
Sölvi braust með börnin
bjargar leiðir kanna.
Ein var dóttir eftir
aðeins níu vetra.