Ástabréf | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ástabréf

Fyrsta ljóðlína:Minn þú vilja verður skilja núna
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Ástabréf í ljóðum til kærustunnar, konuefnis míns, veleðla jómfrú Kristínar Rögnvaldsdóttur, unnustunnar tilvonandi, sem nú er í stofunni á gömlu Möðruvöllum, frá elskhuga þínum, spekingnum Sölva Helgasyni Gudmundsen Sólon, Melancton, málaranum yðar:

1.
Minn þú vilja verður skilja núna
hringa þilja hjartanleg
hún Kristlilja dáfalleg. 1)

2.
Vertu ætíð á lífsstræti háu
falin, glætu hrannar hrund
herrans sætu náðarmund.

9.
Einn ég bið hjá okkar sniðuglega
upp í friði renni rar
reyniviður elskunnar.

16.
Andsvör, góða, gef mér, tróðan hringa
blessuð fljóða blómarós
blíða, rjóða, fróma drós.

17.
Heimsins gæðin hljóttu og gæðin hæða
frí við mæðu, fróð og rjóð
flæða glæða tróðan góð.
1) Kristín Lilja


Athugagreinar

Úr Sópdyngju