Úr Hrafnkelsrímum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Úr Hrafnkelsrímum

Fyrsta ljóðlína:Enn skal hefja óðarstefja aldna skrá
bls.273
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Enn skal hefja óðarstefja aldna skrá
eigi tefja óma þá.
2.
Oddhend ríma eyðir tíma, yljar þjóð.
Stúfhend glíma gyllir óð.
3.
Löngum hafa ljóðin vafið litla strönd
gullnu trafi geislað önd.
4.
Oft var kot í kulda, þroti og kafabyl
en líktist sloti af ljóðayl.
5.
Oft var dróttu ógnanótta uppgjöf tál
en bergði þrótt af bragar skál.
6.
Síðan glæddist líf og læddist leiði frá.
Fólkið væddist von og þrá.
7.
Tók það kæti, leik og læti; lyftist brún.
Vék af sæti raunarún.
8.
Margt var talað, mjög var galað, minna bætt.
Glatt var hjal; - í gönur ætt.
9.
Nú mun sól í sævar bólin síga ná.
Næturgjóla gnauðar á.
10.
Nálgast grímu grimmur tími galda þjóð.
Þrýtur rímu, fagra fljóð.