Eftirmæli eftir gamlan póst | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eftirmæli eftir gamlan póst

Fyrsta ljóðlína:Nú er lokið þinni þraut
Höfundur:Helgi Valtýsson
bls.Útvarpstíðindi 5. ár, 25. h
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Eftirmæli
1.
Nú er lokið þinni þraut
þér var mál að lenda
þings og stjórnar þyrnibraut
þú rannst loks á enda.
2.
Hún var bæði brött og há
blóðugur jökulhaddur:
Örbirgðar- var orpinn snjá
elli-rauna-gaddur.
9.
Þrasa og bramla á þingi enn
þjóðar lagatrúðar
en láta gamla göngumenn
ganga sér til húðar.