Vorkoma | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vorkoma

Fyrsta ljóðlína:Enn er komið íslenskt vor
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Enn er komið íslenskt vor
yfir breiðan sæinn.
Vakna í hjarta hreysti og þor
er Harpa gistir bæinn.
2.
Þegar allt er horfið hjarn
og hlíðar skipta klæðum
verð ég aftur eins og barn
uppi í vorsins hæðum.
3.
Ó, hve þráði ég þennan dag
og þessar björtu nætur
þetta varma vöggulag
er vorið syngja lætur.
6.
Þá er eins og opnist sýn
enn að gamla bænum
þegar hjartkær Hlíðin mín
hló í sunnanblænum.
7.
Þá er gott að vakna við
vor í blænum hjala
undurlágan lækjarnið
lóukvak á bala.
8.
Eftir langan, ljósan dag
ljúfra unaðsstunda
við það sama vöggulag
vil ég þreyttur blunda.