Stökur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Stökur

Fyrsta ljóðlína:Þeir sem geta ekki ort
Heimild:Húni.
bls.38. árg. 2016 bls.62-3
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þeir sem geta ekki ort
af því rímið þvingar
ættu að stunda annað sport
eða hugrenningar.
2.
Rímlaust kvæði að réttum sið
ritgerð fyrr var kallað
en sem kvæði álitið
ákaflega gallað.
3.
Svo er nafnið „kvæði“ kært
kunna skáld að heita
að þeir telja ýmsir fært
öllu það að veita.
4.
Ef þú svarta eignast dróg.
enda þótt hún prjóni.
Hún er brún og hrekkjótt, þó
heiti Vakri-Skjóni.


Athugagreinar

Vísurnar eru fjórar saman í Húna, ársriti USVH, undir heitinu stökur