Vorstemmning | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vorstemmning

Fyrsta ljóðlína:Vor hjá ánni
bls.77
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
Vor hjá ánni
lykt af leir og slori
langt upp á engjum
vetrarþrjóskir jakar.
Rotnandi lax
í rökum mosaskorning
ríslandi vatn
úr hlákublautum klaka.
Leirflögin spora
litlir rauðir fætur
lyngið er grænast
upp við holtsins rætur.