Fréttabréf | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Fréttabréf

Fyrsta ljóðlína:Meður segja sanni freyju klæða
bls.176-178
Viðm.ártal:≈ 1825
Flokkur:Söguljóð

Skýringar

Skipið Straumönd fór til Grímseyjar haustið 1817 og er „mælt að skipið væri mjög hlaðið er þeir úr eyjunni. Voru þeir 11 á skipinu og hreppstjórakona úr eyjunni hinn 12. maður er vildi í kynnisleit í land. Fórst það skip með allri áhöfn, sem segir í fréttabréfi það haust.“
1.
Meður segja sanni freyju klæða
eitt var dregið út á mar
að Grímseyjarsundi far.
2.
Frá eyjar-nausti nefnt á hausti þessu
hugði flaustur hauðri ná
hvein norðaustan vindur þá.
3.
Fránarsköllum skeið á völlum geddu
hlaðinn öllum máta meir
minnst áföllum vörðust þeir.
4.
Skipið gnúðu skellir úðar feikna
ægis húðin bárur bar
brimi spúði skelfingar.
5.
Undir flóða fíllinn blóðug hadda
síðan tróð um geddu gólf
glataðist þjóð í einu tólf.
6.
Níu kalla kappar snjalla bændur
hryggðar gallast ekkjur eim
en húskarlar tveir af þeim.
7.
Ein á fari eikin skarar dúka
önduð þar í glamma grund
Grímseyjar eitt besta sprund.
8.
Leit á kynnis landið finna vildi
geðug vinnist eyri brands
úr eyju kvinna hreppsstjórans.
9.
Fálkinn stefna Straumönd nefna lýðir
þann er svefni síðust þó
svæfði gefnar harmar ró.
10.
Á lýstu fróni formenn tjón er biðu
báru á tjóni beitandi
Björnsson Jón og Indriði.
11.
Síðar taldi seinna valdi róður
Jóni skjaldan færði far
fram á mjaldursheiðarnar.
12.
Á rangakálfi rekkur sjálfur hafði
vaðar álfum yfir boð
átti hálfa þessa gnoð.
13.
Handan frera fleygir hér á móti
árahérann auðmaður
átti séra Hallgrímur.