Hugsi | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hugsi

Fyrsta ljóðlína:Ég er hugsi um heimsins gang
bls.17
Viðm.ártal:≈ 2025
Ég er hugsi um heimsins gang
hryðjuverk jafnt sem stríð.
Hversu mikið færist í fang
fólkið sem í erg og gríð
upphefur orðræðuprang
óvinafagnað og níð.

Já, ég er hugsi um heimsins gang
Hatrið sem veður um kalt
óttann sem umvefur allt
upp fyrir hæsta drang.