Til að minnast Brynjólfs í Núpstúni | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til að minnast Brynjólfs í Núpstúni

Fyrsta ljóðlína:Burtu er kvaddur braghendunnar besti smiður
bls.2017 - 19. tbl.
Viðm.ártal:≈ 2025
1.
Burt er kvaddur braghendunnar besti smiður.
Lýkst nú um þig fró og friður
frómi, prúði skáldaniður.
2.
Orðstír góðan ævinlega upp vel skarstu.
Sómi þinnar sveitar varstu
söng og gleði með þér barstu.
3.
Bóndann heillar blíðutíð og bjargir kunnar
öræfanna yndisbrunnar
og unaðsfegurð náttúrunnar.
4.
Oft í fjallferð aldavinir örir mættust.
Settust þá að sumbli og kættust
sumardraumir þínir rættust.
5.
Gjörhugull í lífsins leik og laus við smjaður.
Fáki beittir frjáls og glaður
fræðasjór og bókamaður.
6.
Ellin grimma allt of snemma önd þig svipti.
Þér í skáldakynið kippti
kvæðaauður hugsun lyfti.
7.
Gætinn þú að geði varst með glóð og funa
sýndist kjörum sáttur una.
Svona dreng er gott að muna.


Athugagreinar

Ritstjóri vísnaþáttarins, Árni Geirhjörtur, segir: Helsti merkisberi braghendunnar sem ég þekki, var Brynjólfur heitinn Guðmundsson í Núpstúni. Brynjólfur fæddist í Núpstúni þann 10. apríl 1936 en lést 3. júlí síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu. Allþekktar eru Svínárnessvísur Brynjólfs, enda lýsa þær einkar vel hugheimi skáldsins eftir eina dægilega dvöl á fjöllum.