Um hrakninga Erlendar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Um hrakninga Erlendar

Fyrsta ljóðlína:Erlendur með afli og dug
bls.frá höfundi
Viðm.ártal:≈ 2025
Erlendur með afli og dug
ógnar varðist grandi.
Braust í gegnum báruflug,
bjargaði sér að landi.

Ekkert niður dáð hans drap,
drift í kófi meina.
Í honum var íslenskt skap
sem uppgjöf þekkti ei neina.

Þar var kappið kjarnamanns
kynnt með þoli bestu.
Njóti í öllu niðjar hans
nafns og ættarfestu.


Athugagreinar

Ort um Erlend á Holtastöðum er lenti í miklum sjóhrakningum haustið 1796.