Vísur – ortar í samreið | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vísur – ortar í samreið

Fyrsta ljóðlína:Ellin skorðar líf og lið
bls.55
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Ellin skorðar líf og lið
leggst að borði röstin.
Eg er orðinn aftan við
ungra sporðaköstin.
2.
Þó mér ellin þessa lífs
þyngi sérhvert sporið
eftir vetur kaldan kífs
kemur hlýja vorið.
3.
Endurborið eflist þá
andi, þor og kraftur
lífs á vori ég leika má
léttur í spori aftur.