Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Kveðja frá foreldrum.

Fyrsta ljóðlína:Fyrsti geislinn af góðri sambúð
Höfundur:Árni Blandon
Viðm.ártal:≈ 1975

Skýringar

Ort við fráfall dóttur höf., Sigríðar Blandon Halling.
1.
Fyrsti geislinn af góðri sambúð,
glæddist við tilveru þína.
Sóleyju fagra með Sigríðar nafni
sáum við blómstra og skína.
2.
Á vormorgni heilsaðir vanþroska heimi
á vormorgni kvaddirðu aftur.
Vorblíðu augnanna í vitund ég geymi
samt vaxandi dirfsku og kraftur.
3.
Göfugt lífsstarf þér vel þú valdir,
við að líkna og gleðja.
Það skilja fáir um allar aldir,
hve ungt fólk þarf stundum að kveðja.
4.
Brosið þitt hugljúfa heillaði alla
er heilsuðu þér og kvöddu
Þér veittist létt að láta orð falla
er lífguðu, yljuðu og glöddu.
5.
Þú uppgafst aldrei við ætlun þína
þér öryggi í blóð var borið,
það entist þar til að dáð nam dvina
og drógust fram síðasta sporið.
6.
Ljóð bæði og stökur þér lágu á tungu
létt oft þér veittist að ríma.
Þú fæddist er vorglöðu fuglarnir sungu
og fékkst hér að dvelja um tíma.
7.
Við þökkum þér liðið vor, ljúfa stjarna
líf þitt var fagur draumur.
Þú lést aldrei báruna veginn þér varna
þó væri oft harður straumur.
8.
Nú ert þú horfin héðan úr heimi
hjartfólgna dóttirin kæra.
Við vitum og biðjum að Guð þig æ geymi
í guðssonarljósinu skæra.
9.
Við þökkum að síðustu Guð þína gæzku
er gafst okkur elskuleg börnin.
Á fullorðinsárunum eins og í æsku
þau eru jafnt sól vor og vörnin.