Karlaraup | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Karlaraup

Fyrsta ljóðlína:Ókleift fannst mér ekkert fyrrum er ég vildi
bls.147
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Ókleift fannst mér ekkert fyrrum er ég vildi
þegar ég var um þrítugsaldur
þótti mér lífið enginn galdur.
2.
Ég gerðist aðeins grimmari´ ef mér gekk á móti
og ef mér fannst ekki eitthvað rætast
óðar skyldi þarð verða´ að bætast.
3.
Hraður í svari heldur þóttig höldum mörgum
frakkur í orði´ að flýta borgun
frestað sjaldan til á morgun.
4.
Nú er sitthvað orðið allt í öðru gildi
körlum fæstum kemur hjaldur
komnum hátt á sextugs aldur.
5.
Skuldseigur ég orðinn er í öllu fari
hægari og seinni í svari –
að sama skapi langræknari.
6.
Gerðir við mig get ég seint mér gleymast kunni
þar til alveg missi´ eg minni
og man ekki eftir veröldinni.