Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Söngur skógræktarmanna

Fyrsta ljóðlína:Hlúið vel að veikum meiði
Heimild:Barnasöngljóð bls.31-32
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Baráttukvæði
1.
Hlúið vel að veikum meiði
vormenn reynist þessa lands
þá mun prýða ás og eiði
óskagróður landnemans.
Munið vel, að blessað birkið
breytir auðn í gróðurreit.
Vinnið ötul, stofna styrkið
standið þétt í hverri sveit.
2.
Ræktið næga nytjaviði
njótið þess að eiga land.
Látið skógarfræ í friði
frjóvga aftur brunasand.
Þá mun æska lands og lýða
líta yfir gróinn svörð
meðan daggardropar skrýða
dýrum perlum fósturjörð.


Athugagreinar

Þetta kvæði er eign Skógræktarfélags Eyjafjarðar.