Söngur skógræktarmanna | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Söngur skógræktarmanna

Fyrsta ljóðlína:Hlúið vel að veikum meiði
bls.31-32
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Baráttukvæði
1.
Hlúið vel að veikum meiði
vormenn reynist þessa lands
þá mun prýða ás og eiði
óskagróður landnemans.
Munið vel, að blessað birkið
breytir auðn í gróðurreit.
Vinnið ötul, stofna styrkið
standið þétt í hverri sveit.
2.
Ræktið næga nytjaviði
njótið þess að eiga land.
Látið skógarfræ í friði
frjóvga aftur brunasand.
Þá mun æska lands og lýða
líta yfir gróinn svörð
meðan daggardropar skrýða
dýrum perlum fósturjörð.


Athugagreinar

Þetta kvæði er eign Skógræktarfélags Eyjafjarðar.