Vögguljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vögguljóð

Fyrsta ljóðlína:Guð svæfi þig og guðsmóðir
bls.IV 17
Viðm.ártal:≈ 1800
Guð svæfi þig og guðsmóðir
tíu englar, tólf postular
Tómas hinn trausti
og tveir aðrir helgir
Magnús og Markús
og þig svæfi Jesús
Pétur Páll með Rómi
standi þér í dómi
og sú hin milda mær
marga bæn af guði fær.
Sankti María sé þér holl
hún er betri en rautt gull
hvar sem þú sveimar á sjó eða landi
signi þig og svæfi
geymi þín og gæti
guð faðir, sonur og heilagur andi.