Á lágþrepum tónstigans | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á lágþrepum tónstigans

Fyrsta ljóðlína:Söngmaðurinn góði
bls.104
Viðm.ártal:≈ 2000
Söngmaðurinn góði
Aðalbjörn
nú fyrst söng hann ekki við útför
frá Silfrastaðakirkju
nú vantaði röddina hans djúpu
í litla kórinn.

eða hvað?

kórfélögunum
féll svo þungt
að syngja án hans
að þeir töluðu um
að fjarvera hans
hafi allt að því ómað
sem rödd meðal þeirra

bassi . . .
á sínum stað, bassinn

en reyndar svo djúpur
að hann heyrðist ekki
svo djúpur
að þeir skulfu