Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Kveðja til Lauga 1967

Fyrsta ljóðlína:Eg helga ljóð mitt lækjanið
Heimild:Sól rann í hlíð bls.161-2
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Eg helga ljóð mitt lækjanið
og lágum fjallahring
því þar var allt svo yndislegt
með álfabyggð í kring.
Svo kynnigmögnuð kyrrðin var
að hvíslaði gras og lyng.
2.
Er svefninn ljúft mig sótti heim
mér sagna birtist fjöld.
Og einnig það sem óskráð var
sín ítök hafði og völd.
Það mælti jafnt um morgunstund
og mánafögur kvöld.
3.
Og ljúfir dagar liður fljótt
og lagt var enn af stað.
Með farangurinn haldið heim
og hálfútskrifað blað.
En penninn brast og blekið þraut
og bráðum kvöldar að.