Kvenfélagsbragur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kvenfélagsbragur

Fyrsta ljóðlína:Hvar skyldi betra kvenfélag
bls.158-160
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Hvar skyldi betra kvenfélag?
Kveða skulum við um það brag. –
Ef þær vilja, ef þær bara vilja
ekkert hindrar fljóð.
2.
Kaupa þær mjöl og baka brauð
bjarga öllum frá sulti og nauð.
Ef þær vilja . . .
3.
Þær hafa gleði af góðverkum
geði blanda með fársjúkum.
Ef þær vilja . . .
4.
Prjóna þær bæði sokka og sjöl
sumar kunna að brugga öl.
Ef þær vilja . . .
5.
Byggja þær húsin há og traust
hér er allt vandað og gallalaust.
Ef þær vilja . . .
6.
Syngja þær ljúflingslög við raust
listaeðlið er dæmalaust.
Ef þær vilja . . .
7.
Margt getur skeð í minni sveit
mjólkuð er bæði kýr og geit.
Ef þær vilja . . .
8.
Afkastamiklar eru þær
aldrei í rúmið þeim bóndinn nær.
Ef þær vilja . . .
9.
Á öllu reynist hér réttur blær
ræðusnillingar eru þær.
Ef þær vilja . . .
10.
Ef harðnar á dal hjá hrjáðri þjóð
hingað má sækja ráðin góð.
Ef þær vilja . . .
11.
Kunn eru þeirra kennslustörf
koma að notum ráðin þörf.
Ef þær vilja . . .
12.
Best er að senda þær á þing
þeirra störf munu reynast slyng.
Ef þær vilja . . .
13.
Fylgi þeim ætíð farsældin
framtíðin verði gullroðin.
Ef þær vilja . . .
Lag: Ég skal gefa þér blómin blá