Íslensk söngbók | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Íslensk söngbók

Fyrsta ljóðlína:Þar finn ég ætíð æskuvin
bls.210-211
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þar finn ég ætíð æskuvin
sem enn er hjarta kær
og minningarnar mætast þar
sem mildur sunnanblær.
2.
Úr hverri opnu ung ég drakk
þar áfengt skáldavín
og sérhver hending hneig sem dögg
á hugarblómin mín.
3.
Ég flaug með þeim, sem hóf sig hátt
í heiðan vorsins geim
– en ef að skáldin angur skar
ég einnig grét með þeim.
4.
Ég barst á þeirra breiða væng
í björt og fögur lönd
er synjað öllum vonum var
á veruleikans strönd.
Ég flúði glaumsins falska hljóm
í friðsæl draumavé
– Ef illa grær um óskalund
þar oft er stormahlé.