Sæfaraljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sæfaraljóð

Fyrsta ljóðlína:Ég sigli úr höfn um syngjandi haf
Höfundur:Leó Árnason
bls.48
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Ég sigli úr höfn um syngjandi haf
sjórinn mun bægja burt leiða.
Blásvartar holskeflur hefja sinn brag
það hriktir í stefni og reiða.
2.
Himinninn logar og lýsir upp sjá
sem loforð um betri daga.
Ég stefni í norður, þar ástina á
um óttu skín sólin á Skaga.
3.
Ég lendi í Víkum og lofsama flest
og Lífið ég reyni að skilja;
þar á ég móður sem unni mér mest
af mildi og einlægum vilja.


Athugagreinar

Höfundur segir: Ég hafði enga framtíðarvinnu í Reykjavík og um sumarið sigldi ég með varðskipinu Þór norður á bernskuslóðir og orti ljóðið í hafi.