Ég skrifaði og skrifaði | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ég skrifaði og skrifaði

Fyrsta ljóðlína:Ég skrifaði og skrifaði
Viðm.ártal:≈ 1975
Ég skrifaði og skrifaði
en dag einn tæmdi ég allar skúffur
reif allt í örsmáa snepla
svo það særði þig ekki
ef þú kynnir að rekast á það.


Athugagreinar

Ljóðið myndar samfellu í ljóðabókinni og þetta eru aðeins fyrstu línurnar. Það fjallar um skilnað höfundar við eiginmann sinn eftir 16 ára hjónaband. Þau lýsa, söknuði og eftirsjá, höfuðprýði þeirra er einlægni, hlýja og látleysi. Í bókinni eru myndir eftir höfundinn.