Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Nær leiðarlokum

Fyrsta ljóðlína:Skrykkjótt fer nú skaparinn minn
Heimild:Enginn má undan líta bls.181
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Skrykkjótt fer nú skaparinn minn
skrokkinn bera lúna.
Margbreytt gerist mannsævin
mitt vit sér það núna.
2.
Girnist eg nú gangþreyttur
góðmannlegar viðræður.
Nálgast vegur niðdimmur
nótt að dregur síðast hvur.
3.
Andann ljóða burt ég bý
brjóstið óðum dofnar
förlast móðurmálið því
minnið góða sofnar.
4.
Mörg og rauð þótt synd mín sé
sálin auðmjúk kvaki:
Lát mér auðnast, Lausnari
líf að dauðans baki.


Athugagreinar

Þriðja vísan má finna sem sjálfstæða stöku, en þarna birtist hún með systrum sínum.