Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Nú andar sunnan blíður blær

Fyrsta ljóðlína:Nú andar sunnan blíður blær
Heimild:Ég man, ég man bls.18-19
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Náttúruljóð
1.
Nú andar sunnan blíður blær
um bjarta strönd og hlíð.
Og lindin syngur ljúf og tær
sín ljóðin sumarblíð.
Og ægifagur foss í hlíð,
er frelsis kveður ljóð
um löngu horfna liðna tíð
um líf við frost og glóð.
2.
Og blóm í fögrum birkilund
mér birtast aftur ný.
Og eyrarrósin rjóð á grund
nú rís mót sólu hlý.
Nú finnst mér allt sem orðið nýtt
og eins er hugur minn.
Hér brosir allt svo bjart og hlýtt,
sem barn ég til þess finn.
3.
Mér finnst ég ung í annað sinn
því allt er fagurskreytt.
Nú er ei hljóður hugurinn
né hjartað kalt og þreytt.
Í sálinni er sumar nýtt
og sólargangur hár.
Þar brosir sérhvert blómstur hlýtt
þar blika gleðitár.
4.
Hér býr aðeins heilög ró
mitt hjarta er fullt af þökk.
Ein bæn í huga býr mér þó
ég bið í anda klökk.
Að kveðja mætti ég heiminn hljótt
um heiða aftanstund.
Og sofa hérna sætt og rótt
minn síðsta og lengsta blund.