Á 30 ára starfsafmæli ,Fríðu ljósu | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á 30 ára starfsafmæli ,Fríðu ljósu

Fyrsta ljóðlína:Við þakka viljum núna það þrjátíu ára starf,
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Við þakka viljum núna það þrjátíu ára starf,
sem þú vannst fyrir okkur, kæra Fríða.
Feðra vorra hlaustu hetjulund í arf,
og hreinlyndi, sem alla mætti prýða.
2.
Sú liðins tíma minning oss ljúfust ætíð skín
hve lífsins sorgum varstu fljót að dreifa.
Það er ei margra annarra að fara í fötin þín,
þú frjálsmannlega, djarfa, glaða og reifa.
3.
Því fögnum við þér hjartanlega, Fríða mín, í kvöld
og fullin drekkum þér í heiðursskyni.
Þú hefur starfað fyrir okkur þriðja part úr öld
og þú átt nýja og gamla trausta vini.


Athugagreinar

Ljósmóðir hét Fríða Sigurbjörnsdóttir, 10. nóvember 1893 - 17. desember 1976.
og bjó á Sporði í Víðidalstungusókn, V-Hún. 1930.