Ein situr inni á stokki | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ein situr inni á stokki

Fyrsta ljóðlína:Ein situr inni á stokki
bls.62
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Ein situr inni á stokki
úti haustvindur hvín
vonbrigði sín og sorgir
saumar í tárvott lín.
2.
Suma þræðina svarta
sumar rauða sem blóð
hún dregur í dúkinn þvalan
við deyjandi aringlóð.
3.
Andvakan situr uppi
svo enga líkn er að fá.
Þeim verður seint um svefninn
er sorgin dvelur hjá.