Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Vatnsnesingar

Fyrsta ljóðlína:Áður fyrr í kaupstað komu
Heimild:Blágrýti bls.103-105
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Húnvetningar
1.
Áður fyrr í kaupstað komu
karlar skeggprúðir,
– augnafránir, handaheitir,
halir vindgnúðir.
2.
Róður þessir karlar kunnu,
knúðu árarnar
– svo að græðir froðufelldur
flaut um súðirnar.
3.
Orka bjó í augnaleiftrum,
æst og stillt í senn.
– Þetta voru Vatnsnesingar,
vörpulegir menn.
4.
Heimaunnum klæðum klæddir
kvöddu djarflega.
Farm á land á breiðum bökum
báru knálega.
5.
Kaupmenn bæði og búðarþjónar
beittu höndum greitt.
– Mikinn skerf til skipa báru.
Skulduðu engum neitt.
6.
Ægisdjarfir ýttu af sandi,
öldum skeyttu lítt.
Út við sjónhring eygðist síðast
aðeins seglið hvítt.
*
7.
Vatnsneskarlar kátir voru
kring um skálaborð.
– Þegar vandi var á höndum,
vógu sérhvert orð.
8.
Jafnan voru vinum hollir,
veittu gjöldin tvenn.
– En þeir voru þykkjuþungir
þessir gömlu menn.
9.
Þó að brimið skylli á skerjum,
skipum renndu fram.
Í þoku og myrkri kvað á keipum
kröftugt áraglamm.
10.
Fyrir hreysti hlutu að launum
hafsins dýru gjöf.
– Sumir gistu að leiðarlokum
lagardjúpsins gröf.