Hesthúsamokstur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hesthúsamokstur

Fyrsta ljóðlína:Alltaf má ég moka.
Heimild:Blágrýti.
bls.39
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Alltaf má ég moka.
– Púh. Púh.
Eða puða í poka
– Púh.
Engu er um að þoka.
Erfiði til loka.
– Púh. Púh. Púh.
2.
Alltaf sama saga.
– Púh. Púh.
Amstur alla daga
– Púh.
Margt er mér til baga.
Merar stallinn naga.
– Púh. Púh. Púh.
3.
Dugar síst að sýta.
– Púh. Púh.
Flest má fyrirlíta.
– Púh.
Mikið merar skíta.
Mokstri þarf að flýta.
– Púh. Púh. Púh.