Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Afmæliskvæði

Fyrsta ljóðlína:Fríð gnæfa fjöll
Heimild:Nokkur kvæði og vísur bls.39-41
Viðm.ártal:≈ 1950
Drápulag
1.
Fríð gnæfa fjöll
við frjóan völl
hér inni í dal
er engjaval
en bóndabær
þars brekkan grær
og grundin fríð
und grænni hlíð
2.
Í högum hér
svo hátt er sér
sér leikur stóð
um löndin góð.
Gleður hestamann
að horfa á þann
hópinn væna
um hjalla græna.
3.
Af þeim jörðum les
þú, Jóhannes,
hinn besta arð
í bú og garð.
Þín andans glóð
þitt ylji blóð
enn langa leið
um lífsins skeið.
4.
Þú ert ungur enn
því unga menn
þú örvar, ör
með æskufjör,
þótt hljótir hregg,
ei hærist skegg,
þótt fjölgi ár
ei fölnar hár.
5.
Áttatíu ár
er aldur hár
fólki flestu,
hér munar mestu,
hve þín létta lund
hefur langa stund
aukið yl og fjör
í okkar för.
6.
Vér sitjum hér.
Oss sæmd það er
í þessum sal
í þínum dal
þitt drekka full
það er dýrra en gull
þinn hljóta fund
þessa heillastund.


Athugagreinar

Afmæliskvæði til Jóhannesar bónda Jóhannssonar á Þorgrímsstöðum í Þorgrímsstaðadal á Vatnsnesi, flutt í veislu á heimili hans, er hann varð áttræður þann 20. nóv. 1949. – Jóhannes var sérstakur drengsskapar- og gleðimaður og hestamaður með afbrigðum.