Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Gullfoss mældur

Fyrsta ljóðlína:Í friði látið
Heimild:Nokkur kvæði og vísur bls.106-107
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Í friði látið
er fátt um sinn,
því nóg er fátið
hér, maður minn,
og Gullfoss metinn
– þá háðung hlaut –
og höfuðsetinn,
að víki braut.
2.
Má ekkert vera
sem áður var,
á allt að bera
til glötunar?
Það mönnum háða
hér fær ei frið,
en fjöllin ráða
þeir ekki við.
3.
Það tókst að græða,
samt gullið hvarf,
en seðlar flæða
og fást í arf,
að afmá fossinn
það auðgar meir,
er sólarblossinn
með bárum deyr.
4.
En bergið stendur
þar blátt og svart,
þar seytlar endur
og sinnum spart,
svo mosar reyna
og hjóm og hey
þeim harmi að leyna
en tekst það ei.
5.
Þá fossins andi
er flúinn burt,
á okkar landi
mun um hann spurt.
Í bíóhöllu
er bent á hann,
og best af öllu,
með regnbogann.