Kveðja | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kveðja

Fyrsta ljóðlína:Renndu, fljúgðu um hafið heim
Heimild:Eimreiðin.
bls.LXII ár 1. hefti, janúar-mars 1956
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Renndu, fljúgðu um hafið heim,
heilsaðu löndum öllum,
berðu kæra kveðju þeim:
konum, mönnum, fjöllum.
2.
Kveiktu í hjörtum ljós og líf,
leiðar vertu stjarna,
andans sverð og andans hlíf,
unun landsins barna.
3.
Sýndu landsins sonum gagn,
seið fram dug í þrautum,
framfaranna vona vagn
vertu á nýjum brautum.
4.
Heittu vættir hollar á
hjálp og lið að veita,
svo þú megir sigur fá:
svefni í vöku að breyta.