Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Á götunni

Fyrsta ljóðlína:Gömul kona, gráhærð og lotin í herðum
Heimild:Ljóð af tvennum toga bls.23
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Gömul kona, gráhærð og lotin í herðum,
gengur við kollótt prik,
röltir um götuna hægum, hikandi skrefum,
því henni er þungt um vik.
2.
Og börnin á götunni hópast í kringum hana
hávær og ærslagjörn.
Þá nemur hún staðar og ávarpar hópinn í hljóði:
Guð hjálpi ykkur, veslings börn.
3.
Svo höktir hún áfram og hallar sér fram á stafinn,
og hrasar um götustein.
Hún er að fara upp í kirkjugarð til að gráta
við gröf, sem hún þekkir ein.
4.
Í hraðstígri umferð alls konar farartækja
um allar götur og torg
mættust í ösinni æskunnar háværa gleði
og ellinnar hljóða sorg.