Þankabrot | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þankabrot

Fyrsta ljóðlína:Um hávetur Blanda var hæglát og stillt
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Um hávetur Blanda var hæglát og stillt
og hegðaði sér eins og dama.
En seinna varð meyjan svo mögnuð og villt
að mönnum stóð hreint ekki á sama.
Hún lífsstykki vetrarins henti út á haf
heimtaði frelsi og dró ekki af.
2.
Að enduðum vetri kom ylur í mó
sem undir snjónum var falinn.4,
Í gilinu lækurinn hoppaði og hló
því hérna kom vorið í dalinn.
Þá léku sér kýrnar – þá léttist hver brún
því loksins kom sóley og fífill í tún.
3.
Ég horfði yfir dalinn af hamarsins brún
hálfan í þokukafi.
Svo grisjaðist þokan og gróin tún
gægðust sem eyjar úr hafi.
En reykurinn beint upp úr strompnum stóð
og straumniður árinnar varð eins og ljóð.
4.
Við túnfótinn þar voru þúfur og börð
og þangað lágu oft sporin.
Og indælt að beygja sig ofan að jörð
hún angar svo sterkt á vorin.
Og hérna var rjúpa sem hreiður sér bjó
og hérna var fagurgræn lambagrastó.
5.
Það hverfa til molkdar menn og verk
og manni finnst þynnast um bekki.
En heimdragans taug er töluvert sterk
hún tognar – en slitnar ekki.
Og þegar í langferð þú leggur úr vör
er litla kotið þitt með í för.


Athugagreinar

Ljóð Hannesar var lesið við jarðarför hans sjálfs 22.11. 1996 og síðan á fundi U3A í Húnabúð Rv. /Fyrirlestur JT um Austur-Húnav.s. miðv.d. 11.11. 2015, afmælisdegi HÁ var það lesið upp af Ásdísi dóttur hans og vefsýslumaður fékk að setja það inn á Vísnavefinn Húnaflóa