Spakmæli Héðins | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Spakmæli Héðins

Fyrsta ljóðlína:Hátt mark skyldi manna hver
bls.428
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

Ég er hissa á vilja mínum! sagði Héðinn seinna í spaugi og alvöru. Var kannski um húnvetnska fylgju að ræða, seiglu skottunnar sem gekk öldum saman milli bæja, fótalaus, með grágljáandi vanga innfallna? Húnaþing mótaði börn sín í eigin mynd, var sagt, þetta víðlenda hérað sem bauð upp á einveru og var byggt búhöldum sem þurftu ekkert til annarra að sækja; Húnvetningurinn var hvorki skagfirskur oflátungur né þingeyskur skýjaglópur, sögu þeir, heldur hagsýnn stórbokki.
Héðinn rámaði í þessar lýsingar af samræðum foreldra sinna; var ég   MEIRA ↲
Hátt mark
skyldi manna hver
sér fyrir sjónum hafa,
eykur dug,
hjá drengjum vitrum,
hugsun um það eð háa.

Sás aldrei
drýgir erfiði,
og bakar sig við bálið,
finnur ei gleði
né farsæla hvíld
eftir dugandi dagsverk.