Lausamannslífið | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Lausamannslífið

Fyrsta ljóðlína:Löng er lausamannsins nótt
Heimild:Fjallkonan.
bls.1894, 7.tbl. bls. 28
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Háðkvæði
1.
Löng er lausamannsins nótt,
lúrir hann á milli voða rótt
þetta tólf til þrettán stundir;
2.
Hirðir hús með tuttugu’ ám,
heldur þess á milli saman hnjám
og súpudalli situr undir.
3.
Ef að veðri eitthvað er,
eða hann til næsta bæjar fer,
nokkuð hvílir hann sig betur:
4.
Átta klukkutíma til
teygir hann þá dúrinn hér um bil. –
Og svona líður sérhver vetur.
Gvendr smali.