Veðurhljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Veðurhljóð

Fyrsta ljóðlína:Á tímans hafi sterkir stormar drottna
bls.211-212
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Á tímans hafi sterkir stormar drottna,
og stynur heimsins byggð af veðragný.
Á lífsins hafi ótal öldur brotna
og eyðast skjótt, – en fæðist jafnan ný.
Þær rísa og hníga, en allar stefna að ströndu,
og straumar byltast niðr´í djúpsins hyl.
Hið þjáða mannkyn er sem standi á öndu
við ógnum þeim, er knýr hið mikla spil.
2.
Ólga djúpsins upp að ströndu flæðir
og yfir sanda birtist hranna skafl.
– Þá bylgju flóðs, sem yfir löndin æðir,
sú orka knýr, sem vinnur lífsins tafl.
Og brimgnýr sá, er berst nú þungt að eyra,
á bergmál hvar sem mannlegt hjarta slær.
– Nú má úr öllum heimsins áttum heyra
að hinsta veðrið færist nær og nær.