Eitt | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Eitt

Fyrsta ljóðlína:Þau fundust í fyrsta sinni
bls.19
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þau fundust í fyrsta sinni
í fjörunni út með sjó.
Urðu auðvitað skotin
og ævintýrið hló.
2.
Þau hentust í hjónabandið
og hugsuðu ekki neitt.
Vissu bara þau voru
orðin eitt.
3.
Svo upplukust augu þeirra
eins og kviknaði ljós.
Hún var að hugsa um annan
og hann um aðra drós.
4.
Þau settust og sömdu um málið,
og svo var því ekki breytt.
Bræddu brotin saman,
svo bresturinn sést ekki neitt.