Ég hef siglt um brim og boða | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ég hef siglt um brim og boða

Fyrsta ljóðlína:Ég hef siglt um brim og boða
Heimild:Fimm konur.
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Höfundur heimildar VSV birtir viðtöl við Elísabetu Jónsdóttur um ævi hennar og hún lætur þessar vísur fylgja.
1.
Ég hef siglt um brim og boða
barið hausnum við
gegnum ís og alls kyns hroða
alltaf fundið mið.
2.
Djarft með festu í Drottins nafni
dugað hverri raun.
Engum þótt ég auði safni
á ég þó mín laun.
3.
Mér hefur launað ljóssins herra
láni og farsæld með
látið dapran doða þverra
drauma rætast séð
4.
Ellin lítt mig ennþá beygir
aldur þótt sé hár.
Greiðst hafa mínir grýttu vegir
gróið flestöll sár.