Hvað voru foreldrar þínir? | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hvað voru foreldrar þínir?

Fyrsta ljóðlína:Blessaður faðir minn bóndi var
bls.230
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Blessaður faðir minn bóndi var
og byggði á svolitlu koti;
en kærleikur hans og hagsýni þar
heimilið gerði að sloti.
2.
Blessuð móðir mín bar það nafn
bóndakona að heita,
en átti það mannkosta auðgasta safn,
sem íslenska konu má skreyta.