Á Ásbrekku | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á Ásbrekku

Fyrsta ljóðlína:Á Akranes, föður þíns fæðingarbæ
bls.34
Viðm.ártal:≈ 1925

Skýringar

til Ásgríms
1.
Á Akranes, föður þíns fæðingarbæ
þú fluttist til dvalar um tíma.
Þér leist ekki vænlegt að lifa við sæ
og leiddist við þorskinn að glíma.
Þú fórst heim í dalinn á fortíðar slóð
er féll ekki daglangt úr minni.
Og bærinn þinn enn þar á Brekkunni stóð
og beið eftir heimkomu þinni.
2.
Þú skyggnist af hlaði farsæll og frjáls,
nú finnur þú sjálfan þig heima.
En bæina, túnin og brekkur og háls
þig búið er árlangt að dreyma.
Nú grípur þig viðkvæmni og varnar þér máls
um vitund þér minningar streyma.
En átthagatryggðin í eðli þín sjálfs
er arfur sem niðjinn skal geyma.
3.
En konan og börnin í morgunsins mund
þig minna á tilveru sína,
er sælleg og brosandi fara á þinn fund
að fullkomna hamingju þína.
En sjálfseignarbóndinn er léttur í lund
því loftið er óðum að hlýna.
Og taðan hún angar um Grænhól og grund
er geislar á náttfallið skína.