Hvað er ást? (Brot) | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hvað er ást? (Brot)

Fyrsta ljóðlína:Hvað er ástin, aðeins von og tál?
bls.149-150
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Hvað er ástin, aðeins von og tál?
eða draumsýn, hverfult hjóm í sál?
Hvað er ástin, aðeins töfravald,
örskotsleiftur bak við hugans tjald?
Hvað er ástin, hvatir lágar manns,
köld og snauð í ljósi sannleikans.
2.
Nei, ástin sönn er æðst í eðli manns,
eilíft ljósmagn, perla kærleikans.
Lind sem fegurð lífsins streymir frá,
lífið sjálft er hennar vegum á.
Ást er friðarhugsjón hrein og glæst,
hennar merki blikar ávallt hæst.