Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Kveðja til Árdalsins

Fyrsta ljóðlína:Þú ferð eins og ræningi með hálfa hugró mína
Heimild:Störin syngur bls.48-50
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Þú ferð eins og ræningi með hálfa hugró mína
heiðasvanur hvíti, er þú flýgur suður hjá,
og stefnir inn til landsins, þar sem ljósar elfur skína,
og lyngið er dumbrautt og vötnin himinblá.
2.
Þú munt fljúga yfir dal nokkurn, sem eg sjálfur þekkti,
hann er segull minnar löngunar og ævintýraskrín. –
Og farir þú hjá kotbæ og einhver úti vekti,
þú átt að skila kveðju, – það er fararbænin mín.
3.
Eg bið að heilsa seftjörn, votri mýri og móum, –
það er margt, sem vekur fögnuð, er augun stara heim. –
Það berst til mín þefur úr grænum ferginsflóum,
og fjalldrapahlíðum, – eg bið að heilsa þeim.
4.
Eg bið að heilsa lækjunum, er sindruðu og sungu,
og síglöðum stormum, er ruku um fjöllin blá,
þeir leystu mig úr dróma og stefja-þorni stungu,
er steyptu þeir sér kollhnís í dökkri klettagjá.
5.
Og gleymdu ekki tröllunum, vættunum og vofum,
sem voru forðum daga í gilinu við Hvamm; –
og huldufólki því, sem býr í myrkum Móbergs-stofum
það minnist kannski drengsins sem starði þangað fram.
6.
Eg bið að heilsa Blöndu með óðinn alvarlega,
með úlfgráum söndum kringum jökulstrenginn sinn.
Í huga minn á æskuárum söng hún sorg og trega,
er síðan hefir fylgt mér – eins og skugginn minn.
7.
Eg bið að heilsa búpening, einnig öllum hundum,
og einkum þeim sem dauðir liggja fyrir utan garð,
í bernsku þeirra félagsskap ég undi öllum stundum,
svo engan skyldi furða hversu kynlegur eg varð.
8.
Eg bið að heilsa varg í urð og val í Hrafnaklettum,
og vatnabarni litlu í faðmi hamrasals.
Eg bið að heilsa engjunum og iðjagrænum sléttum,
– og öllu því sem dásamar minning Langadals.
9.
Þó hefði eg fyrst mátt telja gamlan mann og gamla konu,
er græddu jörð, er fyrrum var úfin þúfnarein.
Þau ólu upp í koti nokkra stóra, sterka sonu
er straumur tímans hremmdi, – eg var einn af þeim.