Útþrá | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Útþrá

Fyrsta ljóðlína:Úti á hafsins breiða barmi
bls.134
Viðm.ártal:≈ 1950
Úti á hafsins breiða barmi
brunar knörr í suðurátt,
órætt strikið út í bláinn,
öldur þó að rísi hátt,
bárur rísa, bárur falla,
bárur það sem augað sér,
rennur saman haf og himinn,
heimur lokast fyrir mér.