Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Ég man

Fyrsta ljóðlína:Ég man, ég man hvar brjóst mitt heitast brann
Heimild:Ég man, ég man bls.7-8
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Ástarljóð
Ég man, ég man hvar brjóst mitt heitast brann
við brjóstið þitt það var.
Ég man, ég man hve undurheitt ég ann,
sú ást mér rósir bar.

Ég man, ég man hve sæl var ástin sú,
og sár og blíð um leið.
Ég man, ég man í mínum hug varst þú,
sem morgunstjarna heið.

Ég man, ég man við sátum hátt í hlíð,
um hljóða aftanstund.
Ég man, ég man þín ástarorðin blíð,
við okkar sérhvern fund.

Ég man, ég man og get þér aldrei gleymt,
þó gleymt þú hafir mér.
Hvert atvik smátt skal alla daga geymt,
sem átti rót hjá þér.

Far vel, far vel þú æskuást mín hrein,
með yndi, von og ljós.
Far vel, far vel þú lífs míns unun ein,
mín æsku fegurst rós.