Nafnagáta | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nafnagáta

Fyrsta ljóðlína:Fyrsti gerir á ísum erja
Viðm.ártal:≈ 1875
Flokkur:Fræðsluljóð

Skýringar

Ráðning vísunnar eru mannanöfn jafnmörg ljóðlínunum:
1. Björn
2. Helgi
3. Torfi
4. Ketill
5. Grímur
6. Brandur
7. Ófeigur
8. Páll
Fyrsti gerir á ísum erja
annar byrjar viku hverja
þriðji gerir hlúa að húsum
hita fjórði jafnan spúir
fimmti hylur ásjón ýta
sjötta oft í skóg má líta
sjöundi dauða sífellt fjær
saur og mold sá áttundi jafnan pjakkað fær.