Til hr. L. Guðmundssonar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til hr. L. Guðmundssonar

Fyrsta ljóðlína:Illt er af henni öfund pínast
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1913
1.
Illt er af henni öfund pínast
illt er að bera sinni leitt
illt er að vilja einatt sýnast
aldrei þó að vera neitt.
2.
Þig við hefja þarf eg tal
það skal sjá og finna
ekki tína orðin skal
eg úr bókum hinna.
3.
Þín er viskan þar ei djúp
því að stærri mæða
er gestrisni í hæðnishjúp
hrökklist við að klæða.
3.
Að svo skulir, illa fer
eyða kröftum linum
þjóðarprýði því hún er
þekkt af öllum hinum.
6.
Eftir allt þitt skáldaskrum
og skilning þinn á kvæðum
armur dregur orðin sum
úr okkar helgu fræðum.
7.
Þar er salar sjónin sljó
og sómakraftar linir
biblíuna betur þó
brúka flestir hinir.
8.
Sýnist mér það sómamorð
og sóðalegust vinna
biblíunnar óbreytt orð
í háðsglósur þrinna.
13.
Það er leitt að lesa blöð
Lárus viltu neita?
þar óheimildar orðaröð
ósannindin skreyta.
16.
Ekki meira bera á borð
betur hygg eg sæmi
þá er best að okkar orð
Íslendingar dæmi.



Athugagreinar

Alþýðuvísur Lögbergs
12. maí 1913 er skrifað undir vísurnar